Að nota djúphreinsi er mikilvægt skref í húðumhirðu. Það hjálpar til við að fjarlægja dauðar húðfrumur sem safnast upp á yfirborðinu. Ljómi húðar eykst og hún nær að vinna betur úr virkum efnum úr Guinot snyrtivörunum. Til eru tvær gerðir af djúphreinsum: djúphreinsir með ensímum og sýrum fyrir viðkvæma húð og djúphreinsir með skrúbbögnum fyrir allar húðgerðir.